Meindýr

Meindýr

Margar tegundir smádýra lifa í sambýli við okkur mennina og taka sér bólfestu í híbýlum. Sumar sækjast eftir matvælum okkar, aðrar klæðum og vefnaði og þær óæskilegustu geta valdið spjöllum á húsviðum, jafnt burðarbitum sem veggklæðningum. Sumar leita inn til okkar einungis eftir skjóli og valda engum búsifjum, veiða jafnvel aðrar óæskilegar pöddur sér til matar. Þá skal haft í huga að fjölmargar tegundir slæðast inn um dyr og glugga utan úr görðum og eiga enga lífsmöguleika inni hjá okkur.  Í flestum húsum má finna einhverjar pöddur, jafnt nýbyggðum sem eldri húsum, þó vissulega bjóði eldra húsnæði upp á fjölbreyttari aðstæður fyrir pöddur.  Raki er oft rót að pödduvandamálum og illa frágengin mjölvara býður einnig hættu heim.

Pöddur geta haft áhrif í fasteignaviðskiptum.
Kaupendur telja sig stundum svikna þegar þeir síðar meir uppgötva að pöddur hafi leynst í húsnæði sem þeir keyptu. Slíkt hefur jafnvel leitt til málaferla og kröfur verið settar fram um riftun á kaupsamningum vegna faldra galla.

Hérna eru linkar á nokkra dóma vegna veggjatítlna.

Í þessu tilliti skal það haft í huga að fá hús eru algjörlega án pöddukvikinda.
Mörgum búum við með án þess að verða þeirra vör. Ef fólk rekst á pöddur í húsakynnum sínum sem valda þeim áhyggjum er sjálfsagt fyrsta skref að kynna sér hverskonar dýr um er að ræða. Hægt er að leita aðstoðar við greiningu og fá upplýsingar um viðkomandi tegundir hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, gegn gjaldi.
Einnig er hægt að fara inn á pödduvef stofnunarinnar en þar er sérstakur flokkur þar sem frætt er um pöddum í húsum með myndum og textum Vefurinn er í uppbyggingu og upptalning tegunda því ekki tæmandi enn sem komið er.