Fréttir

Sölu­verð yf­ir­leitt und­ir ásettu verði

Grein af mbl.is 10.04.2018

4.323 íbúðir voru í bygg­ingu hér á landi í lok síðasta árs, sem eru ríf­lega þúsund fleiri íbúðir en voru í bygg­ingu í lok árs 2016. Fjöldi íbúða í bygg­ingu á landsvísu er nú yfir lang­tímameðaltali í fyrsta skipti síðan árið 2011, en frá ár­inu 1970 hafa að jafnaði verið tæp­lega 4.000 íbúðir í bygg­ingu á land­inu öllu að meðaltali.

Í fyrsta skipti síðan árið 2007 fjölg­ar íbúðum í bygg­ingu utan höfuðborg­ar­svæðis­ins milli ára. Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur í nýrri mánaðar­skýrslu Íbúðalána­sjóðs í apríl.

Und­an­farna mánuði hef­ur íbúðaverð á lands­byggðinni hækkað tölu­vert hraðar en íbúðaverð á höfuðborg­ar­svæðinu. Tólf mánaða hækk­un íbúðaverðs á höfuðborg­ar­svæðinu mæl­ist nú 10,6% miðað við vísi­tölu íbúðaverðs sem er reiknuð af Þjóðskrá Íslands.

Ásett verð fast­eigna á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur al­mennt hækkað í svipuðum takti eða nokkuð meira en sölu­verð und­an­far­in fjög­ur ár. Und­an­tekn­ing frá því var þó á fyrri hluta síðasta árs þegar hækk­un sölu­verðs íbúða tók tals­vert fram úr hækk­un ásetts verðs. Nú er hins veg­ar svo komið að tólf mánaða hækk­un ásetts verðs er orðin áþekk hækk­un sölu­verðs.

Meðal­sölu­tími hef­ur lengst

Und­an­farna 12 mánuði hef­ur vísi­tala ásetts verðs á höfuðborg­ar­svæðinu, sem reiknuð er af hag­deild, hækkað um 10,2% og í fe­brú­ar hækkaði hún um 0,6%. Á und­an­förn­um mánuðum hef­ur hlut­fall þeirra viðskipta sem eiga sér stað und­ir, á og yfir ásettu verði náð meira jafn­vægi eft­ir tíma­bundna en mikla fjölg­un íbúðakaupa yfir ásettu verði í fyrra.

Grein­ing hag­deild­ar á fast­eigna­aug­lýs­ing­um og kaup­samn­ing­um bend­ir til þess að 9% íbúðaviðskipta á höfuðborg­ar­svæðinu í fe­brú­ar hafi verið yfir ásettu verði, 12% á ásettu verði og 79% und­ir ásettu verði. Þessi hlut­föll eru sem stend­ur ná­lægt meðaltali tíma­bils­ins frá ár­inu 2012.

Meðal­sölu­tími hef­ur lengst og er nú svipaður og 2015-2016 Í mars var 594 kaup­samn­ing­um um íbúðir á höfuðborg­ar­svæðinu þing­lýst en það er mesti fjöldi síðan í nóv­em­ber. 273 kaup­samn­ing­um um íbúðir á lands­byggðinni var þing­lýst í mars sem er svipaður fjöldi og í fe­brú­ar. Mánaðarleg­ur fjöldi kaup­samn­inga, bæði á höfuðborg­ar­svæðinu og utan þess, hef­ur sveifl­ast nokkuð und­an­farna mánuði án þess að hægt sé að greina sér­staka leitni til fjölg­un­ar eða fækk­un­ar samn­inga.

Dýr­ast að leigja í 101

Á und­an­förn­um mánuðum hef­ur hlut­fall þeirra íbúðaviðskipta sem eiga sér yfir ásettu verði náð meira jafn­vægi eft­ir tíma­bundna en mikla fjölg­un íbúðakaupa yfir ásettu verði í fyrra. Hlut­fall viðskipta yfir ásettu verði hef­ur verið í kring­um 10% und­an­farna mánuði, sem er svipað og verið hef­ur að meðaltali síðan 2012. Meðal­sölu­tími eigna á höfuðborg­ar­svæðinu lengd­ist hins veg­ar lít­il­lega á fyrstu tveim­ur mánuðum þessa árs og mæl­ist nú svipaður eins og árin 2015-2016.

 

Leigu­verð íbúðar­hús­næðis er nú að meðaltali um 2.000 krón­ur á land­inu öllu, en 2.300 krón­ur á höfuðborg­ar­svæðinu. Póst­núm­erið 101 er það hverfi á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem leigu­verð er al­mennt hæst. Á lands­byggðinni er leigu­verð hvað hæst á Ak­ur­eyri.

Smelltu hér til þess að lesa greinina í heild

Smelltu hér til að skrá þig sem kaupanda 
Smelltu hér til að skrá eignina þína á sölu
Sendu okkur póst til að fá nánari upplýsingar eða hringdu í síma: 519-2600